Deilur vegna Ýmishúss í hnút

Frá aðgerðum þegar Menningarsetur múslima var borið út úr Ýmishúsinu …
Frá aðgerðum þegar Menningarsetur múslima var borið út úr Ýmishúsinu í júní. mbl.is/Árni Sæberg

Stofn­un múslima á Íslandi hefur stefnt Menningarsetri múslima vegna ólögmætra leiguafnota af Ýmishúsinu í Skógarhlíð. Þetta staðfesti Gísli Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima á Íslandi, í samtali við mbl.is.

Stefnan var þingfest 13. október en Menningarsetrinu er stefnt til greiðslu upp á tæpar 15 milljónir króna auk dráttavaxta. Svokallaður afnotasamningur milli félaganna rann úr gildi um áramótin 2014-15 og því eru hin ólögmætu leiguafnot frá þeim tíma og þar til Menningarsetrið var borið út úr Ýmishúsinu í júní í ár.

Málið á sér talsverða forsögu en fyrr í október var þingfest mál Menningarsetursins gegn Stofnun múslima. Þar er þess kraf­ist að leigu­rétt­ur Menn­ing­ar­set­urs­ins í Ýmis­hús­inu í Skóg­ar­hlíð verði staðfest­ur.

Stofn­un múslima er eig­andi húss­ins, en það var keypt árið 2010. Stofn­un­in sagði fyrr á þessu ári að það hafi gert af­nota­samn­ing við Menn­ing­ar­setrið og að staðið hafi til að gerður yrði húsa­leigu­samn­ing­ur. Drög að þeim samn­ingi hafi verið gerð og dag­sett 20. des­em­ber 2012 og átt að gilda til 31. des­em­ber 2023. Næsta dag hafi hins veg­ar verið ákveðið að breyta fyr­ir­komu­lag­inu og gefa Menn­ing­armiðstöðinni af­nota­rétt af hluta húss­ins án end­ur­gjalds. Þetta hafi verið staðfest með samn­ingi sem er dag­sett­ur 21. des­em­ber 2012, en að fyrri samn­ing­ur­inn hafi með þessu verið feld­ur niður. Samkvæmt lögmanni Stofnunar múslima er það staðfest í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í útburðarmálinu.

Fyrri samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður og vottaður síðar, en sá síðari var und­ir­ritaður af ein­um manni fyr­ir hönd hvors aðila og held­ur Menn­ing­ar­setrið því fram að sá samn­ing­ur hafi verið dag­sett­ur aft­ur í tím­ann og að sá sem und­ir­rit­ar samn­ing­inn fyr­ir þeirra hönd hafi ekki gert það fyrr en eft­ir að hann tók að starfa með Stofn­un múslima. Menn­ing­ar­setrið af­henti fyrri samn­ing­inn til þing­lýs­ing­ar 22. janú­ar 2015. Í úr­sk­urðinum um út­b­urð kom fram að seinni samn­ing­ur­inn hafi fellt fyrri samn­ing­inn úr gildi.

Auk þess er Stofnun múslima búin að stefna RÚV og 365 auk Salmanns Tamini fyrir meiðyrði. Í frétt RÚV frá því í byrjun júlíl var Stofnunin tengd við erlend hryðjuverkamann úr röðum ISIS. Á fréttavef Vísis var frétt um meinta tengingu við sama hryðjuverkamann, og viðtal við Salmann Tamimi um það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert