Landvernd getur kært í annað sinn

Landsnet bíður eftir gögnum frá Skútustaðahreppi.
Landsnet bíður eftir gögnum frá Skútustaðahreppi.

Landvernd er að bíða eftir gögnum frá Skútustaðahreppi vegna nýs framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4. Eftir að gögnin hafa verið skoðuð munu samtökin ákveða hvort kæra verður lögð fram í annað sinn vegna leyfisins.

Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.

Frétt mbl.is: Ný framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4

Landsnet sótti um framkvæmdaleyfi í mars sem Skútustaðahreppur veitti. Landvernd kærði þann úrskurð og í framhaldinu felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála leyfið úr gildi.

Landsnet sótti aftur um leyfið, sem hefur núna verið veitt. „Við höfum núna tækifæri til að láta reyna á þá ákvörðun öðru sinni ef við teljum það nauðsynlegt,“ segir Guðmundur Ingi.

Fresturinn sem samtökin hafa til þess er einn mánuður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert