Kínversk kona enn á gjörgæslu

Rútan fór út af Þingvallavegi og lenti á hliðinni.
Rútan fór út af Þingvallavegi og lenti á hliðinni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Einn farþegi rútunnar sem fór út af Þingvallavegi á þriðjudaginn er enn á gjörgæslu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landspítalans er sjúklingurinn kínversk kona á fimmtugsaldri.

Frétt mbl.is: Einn farþega enn á gjörgæslu

Ekki fengust upplýsingar um ástand sex annarra farþega sem voru dreifðir um nokkrar deildir spítalans í gær.

Landspítalinn lýsti yfir neyðarástandi vegna rútuslyssins. Fjörutíu og tveir voru í rútunni og voru sautján fluttir á bráðamóttöku en aðrir voru fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa mun kanna tildrög slyssins.

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert