Braut nálgunarbann með 1.205 símtölum

Héraðsdómur Vestfjarða
Héraðsdómur Vestfjarða Bæjarins besta

Karl­maður var fyrr í vik­unni dæmd­ur í héraðsdómi í níu mánaða fang­elsi fyr­ir hót­an­ir og ít­rekuð brot á nálg­un­ar­banni gagn­vart sam­býl­is­konu sinni. Hótaði hann kon­unni of­beldi og líf­láti og þá eft­ir að kon­an hafði fengið dæmt nálg­un­ar­bann á mann­inn mætti hann fimm sinn­um á heim­ili kon­unn­ar og hringdi 1.205 sinn­um í hana.

Í dóm­in­um kem­ur fram að maður­inn hafi í apríl á þessu ári sent kon­unni tvö SMS-skila­boð með líf­láts­hót­un­um. Fékk kon­an í kjöl­farið dæmt nálg­un­ar­bann á hann, en maður­inn braut það fimm sinn­um meðal ann­ars þegar hann var við heim­ili kon­unn­ar þegar hún kom þangað í fylgd lög­reglu til að skipta um læs­ingu á íbúðinni sem hún bjó í. Þá kallaði hann í gegn­um bréfal­úgu og úr garði í annað skipti þegar kon­an var í íbúðinni.

Maður­inn mætti einnig fyr­ir utan vinnustað kon­unn­ar í tvígang. Á níu daga tíma­bili hringdi svo maður­inn í 1.205 skipti í kon­una meðan nálg­un­ar­bannið var í gildi.

Maður­inn var einnig fund­inn sek­ur um að hafa haft í fór­um sér um 149 grömm af am­feta­míni og 1 gramm af marí­hú­ana.

Viður­kenndi hann brot sín fyr­ir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka