Austan hvassviðri eða stormur um landið sunnan- og vestanvert með slyddu og síðar talsverðri rigningu og hlýnar í veðri. Dregur úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Kólnar annað kvöld með hvassri norðvestanátt um landið vestanvert.
Hálkublettir eru í uppsveitum á Suðurlandi og nokkuð hvasst á Kjalarnesi.
Á Vesturlandi er krapi á Holtavörðuheiði, hálka á Fróðárheiði og í Svínadal og hálkublettir á nokkrum leiðum. Hvasst er undir Hafnarfjalli.
Hálka eða hálkublettir eru á fjallvegum á Vestfjörðum og sumstaðar einhver skafrenningur.
Nú er éljagangur í Skagafirði og Eyjafirði og krapi, hálka eða hálkublettir á vegum. Fyrir austan Eyjafjörð er einnig hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum. Vegir á Austur- og Suðausturlandi eru að mestu greiðfærir en þó eru hálkublettir á Fjarðarheiði og Oddsskarði.