Nokkrir félagsmenn úr Félagi tónlistarkennara afhentu Ingu Rún Ólafsdóttur, formanni samninganefndar sveitarfélaga, afmælistertu í morgun.
Tilefni afmælistertunnar er að ár er liðið frá því að kjarasamningur tónlistarkennara rann út.
Áður hafði stjórn Kennarasambands Íslands lýst þungum áhyggjum af kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda tónlistarskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
„Stjórn KÍ krefst þess að gengið verði strax til samninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og laun þeirra leiðrétt í samræmi við laun annarra kennara í landinu,“ sagði í ályktun stjórnar.