„Hvað gerðum við?“

Sýrlensk börn vilja ekki alast upp sem flóttamenn í Evrópu …
Sýrlensk börn vilja ekki alast upp sem flóttamenn í Evrópu þau vilja snúa aftur heim og þau sem hafa misst foreldra sína eða systkini vilja fá fjölskylduna aftur. AFP

Hvað gerðum við? Er spurning sem sýrlensk börn spyrja. Hvað gerðu þau sem olli því að þau standa uppi án foreldra – allslaus? Khatt­ab al-Mohammad er flóttamaður frá Sýrlandi og býr ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri.

Khatt­ab al-Mohammad er enskukennari og leiðsögumaður frá Aleppo í Sýrlandi. …
Khatt­ab al-Mohammad er enskukennari og leiðsögumaður frá Aleppo í Sýrlandi. Hann er flóttamaður og býr ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann sagði sögu Sýrlands í fyrirlestri á vegum Höfða, friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í hádeginu í dag. Fjölmargir hlýddu á fyrirlesturinn og lýsingar Khattab létu engan ósnortinn. Flestir fundargesta tárfelldu yfir átakanlegum myndum og lýsingu Khattabs á landinu hans sem nánast hefur verið jafnað við jörðu á ákveðnum stöðum. Enda átti Khattab erfitt með að halda sjálfur aftur af tárunum þegar myndir birtust á skjánum af sundurtættum líkum barna og fjölskyldum sem eiga um sárt að binda.

Barn sem er eitt af mörgum fórnarlömbum stríðsins í Sýrlandi.
Barn sem er eitt af mörgum fórnarlömbum stríðsins í Sýrlandi. AFP

Til að mynda myndskeið af lítilli stúlku sem grátbænir hjúkrunarlið um að klippa ekki náttfötin hennar. Því náttföt eru munaðarvara í Sýrlandi í dag. Landi sem var vagga heimsmenningarinnar eins og við nútímafólk þekkjum hana. Land þar sem öll helstu trúarbrögð urðu til; íslam, kristni og gyðingdómur. Land sem státar af elstu höfuðborg í heimi. Land sem gaf okkur brauðið. Land sem gaf okkur rósina og svo margt fleira. En um leið land þar sem þjóð er undir heljargreipum einræðisherra áratugum saman.

Litla stúlkan sem óttaðist um náttfötin sín slapp hins vegar betur en flest skólasystkini hennar því skólinn var sprengdur í loft upp líkt og svo margir skólar og sjúkrahús í Sýrlandi undanfarin ár.

Sýrlensk fjölskylda á flótta.
Sýrlensk fjölskylda á flótta. AFP

Fréttaskýring mbl.is: Í upphafi var orðið svo kom blóðið

Khatt­ab al-Mohammad kom til Íslands í janúar ásamt hópi flóttamanna frá Sýrlandi. Fjölskylda hans, móðir hans og eiginkona og sex börn þeirra hjóna, býr á Akureyri og hann er þakklátur því að Ísland tók á móti fjölskyldunni en hann, líkt og flestir aðrir Sýrlendingar þrá að komast heim. Tilfinning sem flestir þekkja – heima er þar sem þú vilt búa.

Eða eins og hann sagði við blaðamann mbl.is eftir fundinn: Það sem íslensk stjórnvöld geta gert er að láta rödd sína heyrast á alþjóðavísu, að krefjast þess að stríðinu í Sýrlandi ljúki.

Að sögn Khattabs er það mikilvægast – að stöðva stríðið svo fólkið komist til síns heima og þurfi ekki lengur að vera á flótta. Hvort sem það er í Evrópu eða nágrannalöndum Sýrlands.

Aleppo
Aleppo AFP

Hann efast ekki um að það verði hægt að byggja innviði Sýrlands upp á ný sem og að fólkið snúi aftur heim. Hann vísar í orð ungs sýrlensks drengs sem er á flótta: Stöðvið stríðið, við höfum engan áhuga á að koma til Evrópu. Við viljum vera í Sýrlandi.

Kannski á þetta barn eftir að snúa aftur heim til …
Kannski á þetta barn eftir að snúa aftur heim til Sýrlands. AFP

Sýrlendingar voru 24 milljónir fyrir stríð en eru sennilega um 20 milljónir í dag. Aðspurður á fundinum sagðist Khattab sannfærður um að einhverjir þeirra væru færir um að stjórna landinu. Undanfarna áratugi hafi sýrlenska þjóðin búið við harðstjórn. Fyrst að hálfu föður Bash­ar al-Assad, núverandi forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, sem var forseti Sýrlands frá 1971 til ársins 2000.

Íbúar Aleppo á leið út í óvissuna með aleiguna.
Íbúar Aleppo á leið út í óvissuna með aleiguna. AFP

Í valdatíð þeirra feðga hefur sýrlenska þjóðin ekki um frjálst höfðuð strokið. Að sögn Khattabs þurfti fólk að leita eftir heimild hjá öryggislögreglunni, Muk­habarat, til þess að fá að ganga í hjónaband, fá vinnu og í raun hvað sem er. Frelsið var ekkert. Það var því frelsisþrá miklu frekar en nokkuð annað sem markaði upphaf mótmæla í Sýrlandi.

Fórnarlömb stríðsins eru meðal annars börn. Þau eru svikin um …
Fórnarlömb stríðsins eru meðal annars börn. Þau eru svikin um lífsgæði sem öll börn eiga rétt á samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum. AFP

Khattab segir að í hálft ár hafi fólk farið út á götur borga og bæja, dansað og sungið slagorð um frelsi. Í fyrstu voru mótmælin látin óáreitt en svo fór stjórnarherinn að skjóta mótmælendur. Skipti þar engu hvort um barn eða fullorðinn mótmælanda var að ræða.

Í viðtali við bandaríska fjölmiðla fyrr í vikunni segir Assad að ef það væri rétt sem sagt væri að hann sem forseti dræpi eigin þjóð og fremdi glæpi á sama tíma og Vesturlönd væru að aðstoða sýrlensku þjóðina gegn vonda gaurnum hvernig stæði þá á því að svo margir landsmenn styddu hann enn nú eftir stríð í fimm og hálft ár?

Omran er fimm ára íbúi í Aleppo. Hann er á …
Omran er fimm ára íbúi í Aleppo. Hann er á sama aldri og stríðið sem geisar í heimalandi hans. AFP

„Hvernig get ég verið forseti ef ég er drepa mína eigin þjóð og mitt fólk er á móti mér. Þetta er ekki í samræmi við raunveruleikann,“ er haft eftir Assad í grein New Yorker í vikunni.

Assad hefur einnig haldið því fram að stjórnarherinn hafi ekki gert loftárásir og að þeir hafi aðeins ráðist gegn hryðjuverkamönnum. Þeir hafi aldrei beint vopnum sínum gegn almennum borgurum en það sé því miður þannig í stríði að það kostar alltaf saklaust fólk lífið. Hann segir að stjórnvöld hafi aldrei verið á móti stjórnarandstæðingum, aðeins hryðjuverkamönnum.

Khattab segir að áður en stríðið hófst hafi ekki borið mikið á andmælum gegn sitjandi valdhöfum enda var þeim sem voguðu sér að andmæla einfaldlega varpað í fangelsi.

Sveltandi maður í Madaya.
Sveltandi maður í Madaya.

Assad er einn þeirra sem er í Panamaskjölunum og að sögn Khattab rændi Assad-fjölskyldan þjóð sína. Það sé eitt af því sem hafi magnað upp óánægju landsmanna. Á sama tíma segist Assad vera að vernda þjóð sína fyrir hryðjuverkamönnum. Allir þeir sem séu andsnúnir Assad séu afgreiddir sem hryðjuverkamenn. Jafnvel fólk sem tók þátt í vopnlausum mótmælum árið 2011.

Frá samstöðufundi á Ráðhústorgi á Akureyri.
Frá samstöðufundi á Ráðhústorgi á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Khattab segir að meðal þess sem Assad haldi fram í viðtölum sé að myndin af Omran litla í sjúkrabílnum sé fölsuð og það sama eigi við um myndir frá Douma þar sem fólk var svelt til bana. Því þar mætti stjórnarherinn andstöðu og svaraði með því að setja borgina í herkví. Íbúarnir voru látnir svelta til bana og engum eirt, ekki einu sinni hvítvoðungum sem þurftu á mjólk að halda.

Það er margt sem hægt er að gera til þess …
Það er margt sem hægt er að gera til þess að sýna sýrlensku þjóðinni stuðning. AFP

„Ég græt þegar ég sé þessar myndir og myndskeið,“ segir Khattab og þerrar augun í sal friðar í Þjóðminjasafninu í dag. Það sama á við um flesta þá sem voru í salnum og hlýddu á erindi Khattab um landið sem hann ann svo mikið – Sýrland – sem hann vonast til að verði heimili sitt síðar.

Aðspurður hvað Íslendingar geti gert til þess að sýna sýrlensku þjóðinni stuðning segir Khattab að það sé svo margt sem einstaklingsframtakið geti áorkað. Hann tekur sem dæmi sænska konu sem kom dag eftir dag og stóð fyrir utan rússneska sendiráðið í Stokkhólmi og mótmælti með skilti sem á stóð: Hættið að sprengja Aleppo.

AFP

Hann og fjölskylda hans mæta á hverjum laugardegi á Ráðhústorgið á Akureyri og mótmæla stríðinu í Sýrlandi. Í fyrstu var það bara fjölskyldan en síðan hefur hópurinn stækkað hratt. Fjölmargir Akureyringar og nærsveitamenn hafa sýnt al-Mohammed fjölskyldunni stuðning. Fjölskyldu sem kemur frá Aleppo, borg sem er rústir einar. Mohammed-fjölskyldan flúði land árið 2012 og dvaldi í flóttamannabúðum í Líbanon þangað til hún kom hingað til lands í janúar.

Börn í Aleppo.
Börn í Aleppo. AFP

Khattab segir að stuðningur Íslendinga skipti miklu máli, að flóttamenn fái hér hæli og að ríkið sendi fjárstuðning til flóttamannabúða sem reknar eru af Sameinuðu þjóðunum. En það sem skiptir mestu er að sýna að Íslendingum sé ekki sama. Að sýna stríðshrjáðri þjóð stuðning, hvort heldur sem íslensk stjórnvöld sýni það á alþjóðlegum vettvangi eða landsmenn með því að láta rödd sína heyrast.

Assad forseti segir að þeir sem séu á móti stjórnvöldum …
Assad forseti segir að þeir sem séu á móti stjórnvöldum séu hryðjuverkamenn. AFP

Sýrland var þekkt fyrir umburðarlyndi gagnvart öðrum og skipti ekki máli hverrar trúar fólk er. Það hafi verið góð tilfinning að upplifa svipað við komuna til Akureyrar þar sem presturinn þar bauð sýrlenska flóttafólkinu að ef það vantaði samastað til þess að biðja þá stæði kirkjan því opin, segir Khattab.

Frétt mbl.is: Góður vinur er betri en vondur bróðir

Frétt mbl.is: Við verðum að gera eitthvað fyrir þau

Frétt mbl.is: Vita ekki um örlög vina og ættingja

Frétt mbl.is: Eins og við séum í frystikistu

AFP
AFP
Barn í bænum Madaya.
Barn í bænum Madaya.
Hjálparstarfsmaður mælir handlegg vannærðrar stúlku í Madaya.
Hjálparstarfsmaður mælir handlegg vannærðrar stúlku í Madaya. AFP
Þórunn Ólafsdóttir, hjá Akkeri var fundarstjóri. Hvorki hana né unnusta …
Þórunn Ólafsdóttir, hjá Akkeri var fundarstjóri. Hvorki hana né unnusta hennar grunaði þegar þau voru að alast um, hún í þorpi á Austfjörðum og hann í sýrlensku þorpi, að þau myndu upplifa stríðshörmungar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu í hádeginu þegar Khatt­ab al-Mohammad flutti …
Fjölmenni var í Þjóðminjasafninu í hádeginu þegar Khatt­ab al-Mohammad flutti erindi um Sýrland. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Opinn fundur á vegum HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands
Opinn fundur á vegum HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert