Sjálfstæðismenn funda í Valhöll

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll nú í hádeginu í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar hjá forseta Íslands. 

Fundurinn hófst upp úr hálfeitt og sagðist Bjarni telja að hann myndi standa yfir í um eina klukkustund. 

Bjarni sagði á Bessastöðum í morgun að hann hygðist reyna að ræða í dag við formenn allra flokka sem fengu þingmenn kjörna í alþingiskosningunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert