„Þetta er mjög mikil hækkun

Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum í dag.
Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum á öllu landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni Benediktsson á Bessastöðum um ákvörðun kjararáðs um launahækkanir alþingismanna, forseta og ráðherra.

„Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál þá reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt mér fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með mjög róttækum hætti,“ sagði Bjarni.

Frétt mbl.is: „Ég þarf ekki þessa kauphækkun“

„Grípi þingið inn í þetta mál finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð.“

Spurður hvort 45% hækkun eða meira sé ekki mikið stökk sagði Bjarni: „Jú þetta er mjög mikil hækkun. Hún þarfnast mjög ítarlegrar útskýringar og það er ekki víst að hún gangi upp."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert