Verktakafyrirtæki pakkar saman og fer

Pólskt verktakafyrirtæki hefur pakkað saman og skilið pólska verkamenn sína …
Pólskt verktakafyrirtæki hefur pakkað saman og skilið pólska verkamenn sína eftir hér á landi í lausu lofti. Mynd tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Golli

Pólskur undirverktaki norska verktakafyrirtækisins LNS Saga sem vann m.a. að byggingu sjúkrahótelsins við Hringbraut hefur „pakkað saman og skilið pólska verkamenn sína eftir í lausu lofti“. Frá greinir Ríkisútvarpið.

Í frétt RÚV kemur fram að fyrirtækið hafi unnið að þremur stórum verkefnum á Íslandi og svikið starfsmenn sína um hundruð þúsunda króna á mánuði. „Við erum að tala um tugmilljóna kröfur sem  starfsmennirnir eiga á þetta fyrirtæki vegna brota á kjarasamningum,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, í samtali við RÚV.

Um er að ræða fyrirtækið G&M sem að sögn fréttastofu hefur borgað verkamönnum laun langt undir taxta og ekki greitt skatta af starfseminni. Þá sinnti fyrirtækið einnig verkefnum fyrir Valsmenn á Hlíðarenda og starfaði við byggingu Þeistareykjavirkjunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert