Hlín og Malín ákærðar

mbl.is/Þórður

Héraðssaksóknari hefur ákært systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand fyrir að hafa í byrjun maí í fyrra reynt að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. nóvember. Malín og Hlín voru handteknar af lögreglu í byrjun júní á síðasta ári þar sem þær höfðu í hyggju að nálgast fé sem þær höfðu ætlað að hafa af Sigmundi og Önnu Sigurlaugu sunnan Vallarhverfis í Hafnarfirði. Við yfirleyrslur játuðu þær að hafa sent bréfið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Þær Hlín og Malín voru síðan kærðar vegna annarrar meintrar fjárkúgunar skömmu síðar. Karlmaður kærði þær fyrir að hafa af sér 700 þúsund krónur. Systurnar sögðu um að ræða miskabætur vegna nauðgunar. Eftir að maðurinn kærði Hlín kærði hún hann fyrir nauðgun. Hugsanlegt er að ákært hafi verið vegna beggja málanna.

Ekki hefur náðst í Malín vegna málsins en Hlín sagði við mbl.is að hún ætlaði ekki að tjá sig um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert