Rannsóknin í járnum

Rannsókn málsins miðar hægt áfram.
Rannsókn málsins miðar hægt áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglu vegna ráns sem framið var í apóteki í Suðurveri á fimmta tím­an­um í gær er í járnum að sögn lögreglu. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins en ræninginn, sem ógnaði starfsfólki með hnífi, hafði á brott með sér tals­vert magn af sterk­um lyfj­um, rítalín og peninga.

Frétt mbl.is: Ræninginn gegnur laus

Rannsókn hefur miðað hægt en heldur áfram á morgun þegar fleiri lögregluþjónar verða á vakt. Samkvæmt upplýsingum frá því fyrr í dag hafði lögregla einn undir grun en reyndist sá ekki vera sá seki.

Að öðru leyti var lítið um stórtíðindi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Nokkur erill var þó og verkefni fleiri en venjulegar helgar, en talsverður fjöldi fólks var í miðborginni vegna tólnistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert