Um 80 manns leita rjúpnaskyttnanna

Leitin verður efld við birtingu.
Leitin verður efld við birtingu. mbl.is/Ómar

„Við erum að fá meiri og nýjan mannskap inn og erum að keyra á þetta,“ segir Halldór Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ, í samtali við mbl.is. Um áttatíu manns leita nú tveggja rjúpnaskyttna á sunnanverðu Snæfellsnesi. Leitin hófst í gærkvöldi en verður efld nú við birtingu.

Frétt mbl.is - Efla leit að rjúpnaskyttum í birtingu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðvesturlandi, Vesturlandi og allt norður í Skagafjörð hafa verið kallaðar út til að aðstoða við leitina af rjúpnaskyttunum tveimur en leitin hófst klukkan 22:30 í gærkvöldi. Þegar taka hátt í 80 manns þátt í leitinni frá björgunarsveitum af Snæfellsnesi og Vesturlandi, auk þess sem björgunarsveitamenn af höfuðborgarsvæðinu með sérhæfða leitarhunda hafa bæst við. 

Skytt­urnar héldu til veiða frá Slit­vinda­stöðum í Staðarsveit í gærmorgun. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar, þar er hvasst, þoka, töluverð úrkoma og um fjögurra stiga hiti á lálendi. Enn hefur ekkert heyrst til mannanna og því er ekkert vitað um aðstæður þeirra en þeir eru báðir töluvert vanir veiðimenn.

Að sögn Ein­ars Þórs Strand, sem er í aðgerðastjórn Lands­bjarg­ar á Snæ­fellsnesi, gerðu aðstand­end­ur mann­anna viðvart um að þeir hefðu ekki skilað sér til baka. Ekki hef­ur náðst í menn­ina í gegn­um síma, en talið er að sím­arn­ir séu raf­mangs­laus­ir. Þyrla Gæsl­unn­ar flaug yfir svæðið í nótt en þyrl­an er með sér­stak­an út­búnað sem get­ur numið farsíma­merki. Sú leit skilaði hins veg­ar ekki ár­angri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert