Sigurður Ingi vill að ríkið kaupi jörðina Fell

Forsætisráðherra telur skynsamlegt að ríkið kaupi jörðina Fell við Jökulsárlón.
Forsætisráðherra telur skynsamlegt að ríkið kaupi jörðina Fell við Jökulsárlón. mbl.is/RAX

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra vill að ríkið nýti forkaupsrétt sinn til að kaupa jörðina Fell við Jökulsárlón að því að greint er frá á fréttavef RÚV.

Tilboð hefur borist í jörðina frá fjárfestum, en ríkið hefur forkaupsrétt á jörðinni og ákvað Sýslumaður­inn á Suður­landi í gær að fram­lengja frest rík­is­ins til að taka af­stöðu til nýt­ing­ar for­kaups­rétt­arins til 10. janú­ar næstkomandi.

„Mér finnst skynsamlegt að ríkið kaupi jörðina.  Auðvitað þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig. Svæðið getur mjög auðveldlega tengst Vatnajökulsþjóðgarði og þeirri uppbyggingu sem þar er. Núna erum við að sækja um að komast inn á UNESCO-listann. Þetta gæti allt hjálpað til að styrkja þá stöðu okkar,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert