Taflborð „einvígis aldarinnar“ boðið upp

Boris Spassky frá Sovétríkjunum til vinstri og bandaríski áskorandinn Bobby …
Boris Spassky frá Sovétríkjunum til vinstri og bandaríski áskorandinn Bobby Fischer til hægri. Mynd úr safni Morgunblaðsins. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson

Taflborð, sem notað var í „einvígi aldarinnar“, þeirra Bobby Fischer og Boris Spassky í Reykjavík árið 1972, mun verða boðið upp í New York næstkomandi föstudag. Er uppboðið hluti af heimsmeistaramóti Alþjóðaskáksambandsins FIDE, sem hófst í borginni síðasta föstudag.

Fischer og Spassky notuðust við borðið frá sjöunda leik og til þess tuttugasta og fyrsta. Kom það í stað borðs úr steini, sem Fischer hafði líkast til ekki kunnað við, en það er í vörslu Þjóðminjasafnsins.

Uppboðshaldarinn, Heritage Auctions, hefur tilkynnt að upphafsverðið verði 75 þúsund bandaríkjadalir, eða sem nemur tæplega átta og hálfri milljón króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka