Ellefu nautgripir drápust í bruna

Slökkviliðið er enn að störfum.
Slökkviliðið er enn að störfum. mbl.is/Árni Sæberg

Ellefu nautgripir drápust í stórbruna á bænum Fögruhlíð í Jökulsárhlíð skammt frá Hellisheiði eystri sem liggur til Vopnafjarðar.

Fjárhús og gripahús sem hýsti gripina brann allt til kaldra kola á augabragði. Slökkviliðið er enn að störfum á svæðinu. 

Uppfært: 16.10

„Þetta gerðist mjög hratt því bóndinn á bænum var á næsta bæ og sá reykinn stiga upp. Þegar þeir koma hingað heim er fjárhúsið alelda og ekkert hægt að bjarga neinu og allt er í svartareyk. Eftir 20 mínútur voru fjárhúsin fallin,“ segir Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi.

Slökkvistarfið beindist að því að slökkva í glæðum og verja stæður af heyi sem stóðu nálægt útihúsunum.   

Engin hætta var á að eldurinn færi í íbúðarhús. 

Ekkert fé var í fjárhúsunum sem rúmar 530 kindur. Féð var allt úti en veðrið hefur verið gott undanfarið.    

Húsin voru stálgrindarhús og mikið endurnýjuð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert