Manninum og konunni sem voru handtekin og yfirheyrð í tengslum við bruna IKEA-geitarinnar hefur verið sleppt. Málið telst upplýst, að sögn lögreglu, og verður vísað til ákærusviðs.
mbl.is sagði frá því í morgun að kveikt hefði verið í jólageitinni við IKEA við Kauptún í Garðabæ í nótt. Brann hún nánast til kaldra kola.
Öryggisvörður elti brennuvargana á bíl, úr Kauptúni að Bústaðarvegi, þar sem þeir voru handteknir. Um var að ræða karl og tvær konur en annarri konunni var sleppt fljótlega eftir handtöku.
Ekki liggur fyrir hvort um er að ræða sömu einstaklinga og gerðu tilraun til að kveikja í geitinni fyrir helgi.
Frétt mbl.is: Reyndu að kveikja í jólageitinni