Fíkniefnalögreglumaður ákærður

mbl.is/Eggert

Lög­reglumaður sem sat í gæslu­v­arðhaldi um síðustu ára­mót hef­ur verið ákærður fyr­ir brot í starfi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frétta­stofu RÚV.

Tveir menn til viðbót­ar eru einnig ákærðir í mál­inu. Ann­ar hef­ur hlotið dóm en hinn ekki. Lög­reglumaður­inn hafði starfað við rann­sókn­ir á fíkni­efna­brot­um  í um ára­tug. Hann var hand­tek­inn milli jóla og ný­árs en þá hafði rík­is­sak­sókn­ara borist upp­taka af sím­tali milli hans og þekkts brota­manns þar sem gefið var í skyn að lög­reglumaður­inn þæði greiðslur fyr­ir upp­lýs­ing­ar. Þessi þekkti brotamaður var síðan hand­tek­inn í janú­ar­byrj­un í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

Öðrum lög­reglu­manni var vísað tíma­bundið úr starfi en rann­sókn leiddi ekk­ert mis­jafnt í ljós.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert