Fíkniefnalögreglumaður ákærður

mbl.is/Eggert

Lögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi um síðustu áramót hefur verið ákærður fyrir brot í starfi samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV.

Tveir menn til viðbótar eru einnig ákærðir í málinu. Annar hefur hlotið dóm en hinn ekki. Lögreglumaðurinn hafði starfað við rannsóknir á fíkniefnabrotum  í um áratug. Hann var handtekinn milli jóla og nýárs en þá hafði ríkissaksóknara borist upptaka af símtali milli hans og þekkts brotamanns þar sem gefið var í skyn að lögreglumaðurinn þæði greiðslur fyrir upplýsingar. Þessi þekkti brotamaður var síðan handtekinn í janúarbyrjun í tengslum við rannsókn málsins.

Öðrum lögreglumanni var vísað tímabundið úr starfi en rannsókn leiddi ekkert misjafnt í ljós.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert