Fyrstu fangarnir mæta á Hólmsheiði

Útiaðstaða er m.a. til að taka á móti fjölskyldum fanga …
Útiaðstaða er m.a. til að taka á móti fjölskyldum fanga á Hólmsheiði. Ófeigur Lýðsson

Fyrstu fangarnir mæta í nýja fangelsið á Hólmsheiði í dag þegar kvennadeild fangelsisins verður tekin í notkun. Verða þá þær konur sem afplána þurfa í lokuðu fangelsi fluttar í nýja fangelsið. Á næstu dögum mun Fangelsismálastofnun svo hefja boðun dómþola til afplánunar á fleiri deildum. Þetta kemur fram í frétt á vef Fangelsismálastofnunar.

Þá segir að gert sé ráð fyrir því að gæsluvarðhaldseinangrun verði flutt úr fangelsinu Litla-Hrauni í nýja fangelsið í upphafi næsta árs.

Segir í fréttinni að Fangelsismálastofnun bindi vonir við að starfsmönnum og vistmönnum í nýja fangelsinu líði vel á nýjum stað. Með þessum áfanga sé núna 50 ára byggingasögu fangelsis í Reykjavík lokið.

Konurnar munu hafa aðgang að þremur útivistarsvæðum í fangelsinu á …
Konurnar munu hafa aðgang að þremur útivistarsvæðum í fangelsinu á Hólmsheiðinni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka