Má bæði sekta og fangelsa fyrir skattsvik

Mannréttindadómstóll Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu ECHR

Norska ríkið mátti sekta og síðar dæma tvo karl­menn í fang­elsi vegna skattsvika þeirra þegar þeir svik­ust und­an því að greiða skatta af um 432 millj­ón­um króna sölu­hagnaði sem fór í gegn­um af­l­ands­fé­lög sem menn­irn­ir áttu. Þetta er niðurstaða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Málið gæti haft for­dæm­is­gildi hér á landi í varðandi mál þar sem tek­ist er á um hvort refsað sé tvisvar fyr­ir sama brot.

Í mál­inu sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn dæmi í höfðu norsk skatta­yf­ir­völd rann­sakað og kært brot tveggja fjár­festa sem höfðu látið af­l­ands­fé­lög sín kaupa fé­lagið Wnet AS sem síðar seldu hlut­ina áfram ann­ars fé­lags í Nor­egi. Kaup­in og söl­urn­ar áttu sér stað á tveggja mánaða tíma­bili, en hagnaður­inn nam 114,5 millj­ón­um norskra króna, eða sem nem­ur 1,5 millj­arði ís­lenskra króna.

Ekki var greidd­ur skatt­ur af hagnaðinum og þegar norsk skatt­rann­sókn­ar­yf­ir­völd tóku málið til skoðunar töldu þau að van­greidd­ur skatt­ur væri 32,5 millj­ón­ir norskra króna. Nem­ur það um 432 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Málið var kært til sak­sókn­ara, en auk þess lagði skatt­stjór­inn í Nor­egi sekt á menn­ina tvo og 30% viðbót­ar­gjald. Síðar voru þeir fundn­ir sek­ir um skatta­laga­brot og fang­elsaðir.

Þeir skutu mál­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og dæmdu 16 af 17 dómur­um á þá leið að menn­irn­ir hefðu ekki verið dæmd­ir eða þeim refsað fyr­ir brot sem þeir hefðu áður fengið loka­dóm í.

Mál­inu svip­ar til máls Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar fjár­fest­is, Tryggva Jóns­son­ar og Fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums, en árið 2013 tók Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn mál þeirra til meðferðar. Eft­ir rann­sókn skatta­yf­ir­valda lagði rík­is­skatt­stjóri og yf­ir­skatta­nefnd 25% álag á skatta þeirra fyr­ir árin 1998 til 2002. Síðar dæmdi Hæstirétt­ur þá í skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða sekt­ir fyr­ir brot­in.

Sam­kvæmt ný­leg­um upp­lýs­ing­um um stöðuna á rann­sókn meintra skatt­brota í tengsl­um við Pana­maskjöl­in kom fram að 46 mál hefðu verið send til héraðssak­sókn­ara. Um sé að ræða stór­felld brot og nemi meint skattaund­an­skot hundruðum millj­óna króna. Hef­ur málsmeðferð meðal ann­ars taf­ist vegna þess að beðið er dóms í máli Jóns Ásgeirs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert