Tveir í haldi vegna ránsins

Apótek Suðurnesja.
Apótek Suðurnesja. Ljósmynd/Víkurfréttir

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo einstaklinga í kvöld í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Apóteki Suðurnesja fyrr í kvöld. Engar frekari upplýsingar um þá handteknu né ránið var að fá hjá lögreglunni þegar Mbl.is leitaði eftir þeim.

Ránið var framið um kl. 18.30 í Apóteki Suðurnesja á Hringbraut 99 í Keflavík. Lýsti lögreglan í kjölfarið eftir manni í þverröndóttum bol og víðum gallabuxum. Leitaði allt lögreglulið umdæmisins að manninum í kvöld. Lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki greina frekar frá þeim sem voru handteknir eða hvernig handtökurnar komu til í kvöld.

Lögreglufulltrúi embættisins staðfesti við Mbl.is fyrr í kvöld að maðurinn sem lýst var eftir hefði verið vopnaður.

Frétt Mbl.is: Lýsa eftir manni vegna vopnaðs ráns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert