Þyrlan kölluð út eftir alvarlega líkamsárás

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Hafnar til að sækja manninn …
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Hafnar til að sækja manninn þar sem sjúkraflugvél gat ekki lent þar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í kvöld kölluð út vegna manns sem hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á Höfn í Hornafirði. Þyrlan er núna á leiðinni á austur, en læknir kallaði út þyrluna eftir að fyrirséð var að sjúkraflugvél gæti ekki lent á Höfn vegna veðurs.

Lögreglan vildi að svo stöddu ekki gefa upp frekari upplýsingar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert