Skápar HTH á Íslandi öruggir

Ormsson selur innréttingar HTH á Íslandi.
Ormsson selur innréttingar HTH á Íslandi. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Gef­in var út viðvör­un vegna eld­hús­skápa HTH á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins í Dan­mörku, sam­kvæmt frétt Berl­ingske Bus­iness, sem birt­ist sl. mánu­dag.

Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Rune Stephan­sen, sagði í sam­tali við Berl­ingske að öll­um sem málið varðaði hefði verið sent bréf en um staðbund­inn vanda væri að ræða.

Ólaf­ur Már Sig­urðsson, deild­ar­stjóri hjá Orms­son, seg­ir eng­in vanda­mál hafa komið upp á Íslandi enda liggi vand­inn úti í svo­kölluðum K21-upp­hengj­um. „Slík­ar fest­ing­ar hafa aldrei verið notaðar á Íslandi en þær eru notaðar úti í ein­staka til­vik­um við ákveðna gerðir vegg­skápa sem við erum ekki með hér. Upp­setn­ing skápa frá HTH á Íslandi er ein­göngu þannig að þeir eru skrúfaðir beint í veggi til upp­setn­ing­ar og þannig hafa þeir hald­ist vel og ör­ugg­lega eins og til er ætl­ast.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert