Gefin var út viðvörun vegna eldhússkápa HTH á heimasíðu fyrirtækisins í Danmörku, samkvæmt frétt Berlingske Business, sem birtist sl. mánudag.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Rune Stephansen, sagði í samtali við Berlingske að öllum sem málið varðaði hefði verið sent bréf en um staðbundinn vanda væri að ræða.
Ólafur Már Sigurðsson, deildarstjóri hjá Ormsson, segir engin vandamál hafa komið upp á Íslandi enda liggi vandinn úti í svokölluðum K21-upphengjum. „Slíkar festingar hafa aldrei verið notaðar á Íslandi en þær eru notaðar úti í einstaka tilvikum við ákveðna gerðir veggskápa sem við erum ekki með hér. Uppsetning skápa frá HTH á Íslandi er eingöngu þannig að þeir eru skrúfaðir beint í veggi til uppsetningar og þannig hafa þeir haldist vel og örugglega eins og til er ætlast.“