6 ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir

mbl.is/G.Rúnar

Karl­maður hef­ur verið dæmd­ur í sex ára fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna ít­rekaðra nauðgana, lík­ams­árása, blygðun­ar­sem­is­brota og ærumeiðinga gagn­vart fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni og barn­s­móður. Þá braut maður­inn einnig ít­rekað gegn nálg­un­ar­banni þegar hann setti sig í sam­band við kon­una eft­ir að lög­reglu­stjóri hafði sett nálg­un­ar­bann á hann. Þá var maður­inn dæmd­ur til að greiða kon­unni 3 millj­ón­ir í miska­bæt­ur.

Maður­inn játaði hluta brot­anna fyr­ir dómi og var það metið hon­um máls­bóta. Dóm­ur­inn tel­ur þó al­var­leika brot­anna vega til þyng­ing­ar dóms­ins. „Til þyng­ing­ar horf­ir að ákærði braut gróf­lega gegn brotaþola og mis­bauð henni lík­am­lega og and­lega. Um ít­rekuð of­beld­is- og kyn­ferðis­brot er að ræða auk hót­ana og stór­felldra ærumeiðinga. Ná brot­in yfir langt tíma­bil og eru fram­in bæði fyr­ir og eft­ir að brotaþoli og ákærði gengu í hjóna­band svo og eft­ir að því lauk.“

Í dómn­um er sér­stak­lega litið til þess að um ein­beitt­an brota­vilja hafi verið að ræða. „Veigraði ákærði sér til að mynda ekki við að veit­ast að brotaþola á sjúkra­húsi skömmu eft­ir barns­fæðingu. Gilti þar einu þó að ný­fædd börn hans væru í sama her­bergi. Þá er hluti brot­anna til að mynda fram­inn eft­ir að ákærði var laus úr gæslu­v­arðhaldi sem hann sætti vegna máls­ins,“ seg­ir í dómn­um.

Í ákæru kem­ur fram að maður­inn hafi nauðgað kon­unni tvisvar, meðal ann­ars með að binda hana og hengja upp á krók. Eft­ir að hann losaði kon­una niður neyddi hann hana til endaþarms- og munn­maka.

Þá kem­ur fram að hann hafi margsinn­is veist að kon­unni, slegið hana, rifið í hár henn­ar og gefið henni oln­boga­skot. Maður­inn sendi syst­ur kon­unn­ar einnig mynd­ir af kyn­ferðis­at­höfn­um milli hans og kon­unn­ar og flokk­ast það sem blygðun­ar­sem­is­brot. Þá stofnaði hann Face­book-síðu und­ir nafni kon­unn­ar og birti þar mynd­ir af kyn­fær­um kon­unn­ar á forsíðu síðunn­ar.

Maður­inn braut einnig í 16 skipti gegn nálg­un­ar­banni sem hon­um hafði verið gert að sæta með því að senda kon­unni skila­boð í tölvu­pósti eða á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka