Guðrún leiðir samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga

Frá undirritun búvörusamninganna.
Frá undirritun búvörusamninganna. mbl.is/Styrmir Kári

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga er fullskipaður og er það í samræmi við ákvæði nýrra búvörulaga. Sex karlar og sex konur eiga sæti í hópnum sem á að ljúka störfum fyrir lok árs 2018.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. 

Þar er birtur listi yfir þá sem eiga sæti í hópnum en þau eru:

  • Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
  • Helga Jónsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Björgvin Jón Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Elín Heiða Valsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
  • Ólafur Arnarson, tilnefndur af Neytendasamtökunum
  • Andrés Magnússon, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
  • Elín Margrét Stefánsdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Björg Bjarnadóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Ögmundur Jónasson, skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert