Rjúpnaskyttan enn ófundin

Rjúpnaskyttan er ófundin.
Rjúpnaskyttan er ófundin. Ólafur K. Nielssen

Enn er leitað að rjúpnaskyttu sem ekki skilaði sér til hóps rjúpnaveiðimanna á Héraði síðdegis í dag. Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, eru björgunarsveitarmenn við leitir og leitarskilyrði góð; skyggni gott og veður fínt.

„Leit hófst um leið og björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Rjúpnaskytturnar voru saman í hóp en ákváðu að leiðir skyldi skilja áður en haldið var niður af fjallinu. Svo skilaði einn sér ekki,“ segir Þorsteinn.

Spurður um stærð leitarsvæðisins segir Þorsteinn að nú sé hraðleitað að manninum frá þeim stað sem leiðir skildi.

Maðurinn sem leitað er að er á fertugsaldri. Hann gekk til rjúpa frá sumarhúsabyggðinni í landi Einarsstaða á Héraði.

Frétt mbl.is: Björgunarmenn leita rjúpnaskyttu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert