Þorgrímur hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Þorgrímur Þráinsson (annar frá hægri í aftari röð). Með honum …
Þorgrímur Þráinsson (annar frá hægri í aftari röð). Með honum á myndinni eru Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Gunnar Ágústsson og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Í fremri röð eru þær Herdís og Ingibjörg Kristjánsdætur Linnet.

Þorgrím­ur Þrá­ins­son hlaut í dag Viður­kenn­ingu Barna­heilla – Save the Children á Íslandi árið 2016.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir, að Þorgrím­ur hafi um langt skeið verið börn­um góð fyr­ir­mynd með já­kvæðri af­stöðu sinni til lífs­ins, heil­brigðu líferni og drif­krafti.

„Bæk­ur hans, sem nú telja 23, þekkja velflest­ir ís­lensk­ir krakk­ar. Þær inni­halda já­kvæðan boðskap og and­lega nær­andi skila­boð og eru þannig hvatn­ing til ynd­is­lestr­ar. Auk rit­starfa hef­ur Þorgrím­ur unnið öt­ul­lega að lýðheilsu­mál­um og for­vörn­um og er góð fyr­ir­mynd. Hann hef­ur meðal ann­ars heim­sótt skóla um allt land til að hvetja börn til að lifa heil­brigðu og skemmti­legu lífi. Þá hef­ur hann gegnt ýms­um hlut­verk­um í for­varn­ar­mál­um, meðal ann­ars sem fram­kvæmda­stjóri tób­aksvarn­ar­nefnd­ar og nú síðast með þátt­töku við gerð nýrr­ar lýðheilsu­stefnu og aðgerðaáætl­un­ar á veg­um ráðherra­nefnd­ar um lýðheilsu.“

Barna­heill veita ár­lega viður­kenn­ingu fyr­ir sér­stakt fram­lag í þágu barna og mann­rétt­inda þeirra í tengsl­um við af­mæli Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna hinn 20. nóv­em­ber. Viður­kenn­ing­in er af­hent til að vekja at­hygli á Barna­sátt­mál­an­um og mik­il­vægi þess að ís­lenskt sam­fé­lag standi vörð um mann­rétt­indi barna. Barna­sátt­mál­inn er leiðarljós í öllu starfi Barna­heilla.

Nán­ar á heimasíðu Barna­heilla

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert