Þorgrímur hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Þorgrímur Þráinsson (annar frá hægri í aftari röð). Með honum …
Þorgrímur Þráinsson (annar frá hægri í aftari röð). Með honum á myndinni eru Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Gunnar Ágústsson og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Í fremri röð eru þær Herdís og Ingibjörg Kristjánsdætur Linnet.

Þorgrímur Þráinsson hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2016.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir, að Þorgrímur hafi um langt skeið verið börnum góð fyrirmynd með jákvæðri afstöðu sinni til lífsins, heilbrigðu líferni og drifkrafti.

„Bækur hans, sem nú telja 23, þekkja velflestir íslenskir krakkar. Þær innihalda jákvæðan boðskap og andlega nærandi skilaboð og eru þannig hvatning til yndislestrar. Auk ritstarfa hefur Þorgrímur unnið ötullega að lýðheilsumálum og forvörnum og er góð fyrirmynd. Hann hefur meðal annars heimsótt skóla um allt land til að hvetja börn til að lifa heilbrigðu og skemmtilegu lífi. Þá hefur hann gegnt ýmsum hlutverkum í forvarnarmálum, meðal annars sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnarnefndar og nú síðast með þátttöku við gerð nýrrar lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlunar á vegum ráðherranefndar um lýðheilsu.“

Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hinn 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi Barnaheilla.

Nánar á heimasíðu Barnaheilla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka