Mótmæla skipan samráðshóps

Kýr í Kjós.
Kýr í Kjós. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn Samtaka afurðastöðva í mólkuriðnaði mótmælir því harðlega að enginn fulltrúi afurðastöðva sé tilnefndur í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAM.

Þar segir að stjórnin telji að með skipan hópsins sé farið á svig við vilja Alþingis, sem samþykkti að tryggja skyldi aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðun búvörusamninga.

„Samkvæmt tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um skipan samráðshópsins eiga allir hópar, sem Alþingi taldi að koma ættu að endurskoðuninni, fulltrúa í samráðshópnum, aðrir en afurðastöðvar.

Stjórn SAM undrast einnig að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óski fyrst eftir
tilnefningu fulltrúa í samráðshópinn en ákveði síðar að enginn fulltrúi afurðastöðva skuli sitja
í hópnum, þrátt fyrir að tilnefning hafi borist,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert