Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði mótmælir því harðlega að enginn fulltrúi
afurðastöðva sé tilnefndur í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Hún telur að með skipan ráðherra í hópinn fari hann á svig við vilja Alþingis.
Í ályktun sem stjórn samtakanna sendi frá sér í dag kemur fram að Alþingi hafi samþykkt að tryggja skyldi aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðun búvörusamninga.
Frétt Mbl.is: Guðrún leiðir samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga
Samkvæmt tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um skipan samráðshópsins
eiga hins vegar allir hópar, sem Alþingi taldi að koma ættu að endurskoðuninni, fulltrúa í
samráðshópnum, aðrir en afurðastöðvar.
„Stjórn SAM undrast einnig að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óski fyrst eftir
tilnefningu fulltrúa í samráðshópinn en ákveði síðar að enginn fulltrúi afurðastöðva skuli sitja
í hópnum, þrátt fyrir að tilnefning hafi borist,“ segir í ályktuninni.
Félag atvinnurekenda, sem á einn fulltrúa í hópnum, gagnrýndi skipan Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra á fulltrúum. Kallaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, hópinn „bandalag um óbreytt ástand“.
Frétt Mbl.is: „Bandalag um óbreytt ástand“