Leit í erfiðum aðstæðum – myndskeið

Björgunarsveitarmenn alls staðar af landinu gengu í erfiðum aðstæðum á Fljótsdalshéraði um helgina í leit að Friðriki Rúnari Garðarssyni. Eins og sjá má á þessu myndskeiði sem var tekið á laugardaginn með Go-Pro-vél og þar sést vel hvernig aðstæður voru fyrir austan.

Um 440 manns tóku þátt í leit björgunarsveitanna að Friðriki en á laugardag flaug 50 manna liðsauki auk leitarhunda austur frá Reykjavíkurflugvelli. Aðstæður á leitarsvæðinu voru erfiðar og þurftu leitarmenn að vera fótgangandi að mestu.

Útkall um að Friðrik Smári væri týndur barst um kl. 20 á föstudagskvöld. Hann gekk frá sumarbústaðabyggðinni við Einarsstaði á Fljótsdalshéraði ásamt labradorhundi. Leitað var allan laugardag og lágmarksleit fór fram aðfaranótt sunnudags. Vegna veðurs og skyggnis var takmarkað hægt að nota þyrluna á laugardeginum. Um kl. 10:15 á sunnudagsmorgni fannst hann vel á sig kominn á gangi skammt frá Sauðá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert