Ný ábending frá „traustum aðila“

Úr málflutningi í Hæstarétti vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála.
Úr málflutningi í Hæstarétti vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála.

Endurupptökunefnd hefur ákveðið að fresta því að birta niðurstöðu sína um mögulega endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna vegna ábendingar frá „mjög traustum aðila“. Ábendingin kom fram í síðustu viku.

Þessi nýja ábending tengist ekki handtöku tveggja manna í sumar sem gerð var í tengsl­um við rann­sókn setts sak­sókn­ara á morði Guðmund­ar Ein­ars­son­ar. „Þetta er alveg ótengt því,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar, í samtali við mbl.is. Hann vill ekki svara því hvoru málinu ábendingin tengist.

Frétt mbl.is: Handteknir vegna Guðmundar

„Fyrir milligöngu setts ríkissaksóknara fengum við ábendingu sem kom frá þannig aðila að við töldum hana vera af því taginu að rétt væri að fá þá sögu betur fram,“ segir Björn. Óskað hefur verið eftir því að sá sem kom ábendingunni á framfæri gefi skýrslu hjá lögreglu og að hún verði rannsökuð frekar.

Björn segir ábendinguna koma frá „mjög traustum aðila.“ Hann segir þetta mann „sem maður hefur traust á að sé ekki að fara með fleipur. Það kallar á það að upplýsingar sem hann hefur fram að færa, sem milliliður, þurfi að sannreyna frá fyrstu hendi.“

Vona að rannsóknin taki stuttan tíma

Björn segist vona að rannsókn lögreglunnar á þessum nýja anga málsins taki ekki meira en nokkrar vikur. Strax í kjölfarið verði hægt að tilkynna ákvörðun nefndarinnar. „Við vonum að þetta gangi sem hraðast fyrir sig þannig að við getum lokið okkar störfum strax eftir áramót.“

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolla­dótt­ur og Guðjóns Skarp­héðins­son­ar sem voru bæði dæmd á sín­um tíma, segir að talsmönnum málsaðila hafi verið tilkynnt um frestun á birtingu niðurstöðu nefndarinnar.

Til stóð að kynna niðurstöðuna í haust. Það mun nú frestast, vegna þessara nýju upplýsinga sem fram hafa komið, fram yfir áramót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert