VG vill stórfelldar skattahækkanir

Fulltrúar frá VG, Bjartri framtíð, Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu hófu …
Fulltrúar frá VG, Bjartri framtíð, Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu hófu í gær málefnavinnu í tengslum við stjórnarmyndun þessara flokka. Vinnan fór fram á nefndasviði Alþingis og stóð fram á kvöld. Steimgrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, er fyrir miðri mynd. mbl.is/Golli

Það vakti athygli margra í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að mögulega myndi það skýrast í dag hvort flokkarnir fimm sem hún reynir að leiða saman til myndunar ríkisstjórnar myndu ná saman.

Ekki síður vakti það athygli að þessi ummæli lét formaður VG falla meira en hálftíma áður en hinar formlegu viðræður hófust, sem var kl. 13 í gær. Bent er á að ef VG ætli að standa við „hótanir sínar“ og ráðast í stórfelldar skattahækkanir hljóti slík áform að reynast Viðreisn þung í skauti og kosta mikil átök í baklandi Viðreisnar og áreiðanlega líka meðal einhverra sjö þingmanna Viðreisnar.

Katrín er sögð harðákveðin í því, og það hafi komið skýrt fram í þeim viðræðum sem þegar hafa farið fram, að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og sömuleiðis er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts, að því er fram kemur í fréttaskýringu um stjórnarmyndunarviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert