Lögreglunni á Suðurnesjum hefur borist fjöldi kæra frá foreldrum barna á hendur manninum sem handtekinn var í síðustu viku, grunaður um að áreita ungar stúlkur og birta myndir af þeim á netinu. Þetta segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Í samtali við mbl.is segir hann rannsókninni miða vel. Foreldrar barnanna séu almennt ánægðir með störf lögreglu og viðbrögð hennar.
Er maðurinn grunaður um að hafa haldið úti vefsíðu með tugum mynda af stúlkum undir lögaldri, sem hann sagðist gera út í fylgdarþjónustu.
Maðurinn, sem er erlendur og á fimmtugsaldri, hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald og mun sæta því fram á föstudag, að minnsta kosti.
Frétt mbl.is: Grunaður um að áreita ungar stúlkur