Kallar eftir ríkisstjórn VAD

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. mbl.is/Árni Sæberg

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, kallar eftir því að nú verði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) og með því sköpuð ríkisstjórn með breiða skírskotun til að leiða til lykta deilu um Evrópusambandið, uppbyggingu velferðarkerfisins, virkjanir, gjaldtöku á ferðamannastöðum o.fl. Þetta kemur fram í færslu á heimasíðu hans.

Elliði viðurkennir að hann hafi verið dálítið feginn að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki tekist að mynda hægri stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Mér fannst meirihlutinn of tæpur og hafði ekki sannfæringu fyrir því að sú ríkisstjórn hefði orðið sú besta fyrir land og þjóð,“ segir hann. Þá segist hann óstjórnlega feginn að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en ljóst varð um viðræðuslit þar í dag.

„Staðreyndin er sú að við sem þjóð stöndum núna frammi fyrir sögulegum tækifærum til að leiða í jörð deilur og illindi sem klofið hafa þjóðina og valdið miklum skaða,“ segir Elliði og vísar til þess að sterk stjórn geti skapað sátt um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, byggðamál og margt annað. „Auðvitað þurfa þá báðir aðilar að gefa eftir, en þannig gerast góðir hlutir,“ bætir hann við. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ægir Óskar Hallgrímsson: B+D+V
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert