Byrjað að blæða víðar

Umferðarstofa

Blæðing er á slitlagi á köflum á veginum um Holtavörðuheiði frá Borgarfirði ofan í Hrútafjörð en líkt og fram hefur komið hefur vegblæðing á Austurlandi leikið bíla grátt að undanförnu.

Frétt mbl.is: Sex tíma þrif eftir vegblæðingar

Vegir á Suður- og vesturlandi eru að mestu greiðfærir. Á Vestfjörðum er sums staðar nokkur hálka eða hálkublettir. Vegir við Breiðafjörð og á Ströndum eru þó nánast auðir. Hálkublettir eru nokkuð víða á Norðurlandi en flestar aðalleiðir á Austurlandi eru greiðfærar þó er sums staðar nokkur hálka eða hálkublettir, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert