Grunaði annan lögreglumann um brot í starfi

Lögreglustöðin Hverfisgötu.
Lögreglustöðin Hverfisgötu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglumaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir spillingu, brot í starfi og brot gegn þagnarskyldunni var í hópi þeirra átta lögreglumanna sem grunuðu annan lögreglumann um óeðlileg samskipti við brotamann.

Mál þess lögreglumanns var mjög áberandi í fjölmiðlum – hann var færður til í starfi og síðar vikið frá störfum þegar héraðssaksóknari hóf rannsókn á þessum ásökunum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Það vakti mikla athygli þegar tveimur lögreglumönnum í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var vikið tímabundið frá störfum í byrjun ársins. Annar þeirra sat í gæsluvarðhaldi um tíma um síðustu áramót og hefur verið ákærður fyrir spillingu.  Rannsókn héraðssaksóknara á máli hins leiddi ekkert saknæmt í ljós. Samkvæmt RÚV hafði þessi sami lögreglumaður gengið á fund fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildarinnar, sem þá var kominn til starfa hjá ríkislögreglustjóra, ásamt sjö samstarfsfélögum sínum.

Á þeim fundi lýstu lögreglumennirnir átta áhyggjum sínum af framferði vinnufélaga síns – þá grunaði að hann héldi hlífðarskildi yfir þekktum glæpamanni.

Líkt og fram hefur komið á mbl.is kemur fram í ákær­unni að lög­reglumaður­inn hafi á tveggja ára tíma­bili upp­lýst brota­mann­inn um skrán­ing­ar í upp­lýs­inga­kerfi lög­regl­un­ar. Þá er hinn karl­maður­inn einnig ákærður fyr­ir hlut­deild í meint­um brot­um með að hafa óskað eft­ir og hvatt lög­reglu­mann­inn til að veita sér þess­ar upp­lýs­ing­ar. Varða þessi atriði við brot gegn þagn­ar­skyldu í starfi.

Menn­irn­ir tveir eru svo ákærðir fyr­ir spill­ingu með því að lög­reglumaður­inn hafi látið brota­mann­inn lofa sér og tekið við tveim­ur sím­um sem greiðslu fyr­ir upp­lýs­ing­arn­ar. Þá heimtaði lög­reglumaður­inn í SMS-skila­boðum einnig að fá pen­inga frá hinum mann­in­um í tengsl­um við sam­skipti þeirra.

Í þriðja lið ákær­unn­ar eru lög­reglumaður­inn og þriðji maður ákærðir fyr­ir spill­ingu. Þriðji maður­inn starfar sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is hér á landi. Seg­ir að lög­reglumaður­inn hafi látið hinn mann­inn lofa sér 500 þúsund króna pen­inga­greiðslu og tveim­ur flug­miðum með WOW-air gegn því að lög­reglumaður­inn út­vegaði skýrsl­una „Slita­stjórn Kaupþings banka hf. „Proj­ect Stay­ing Ali­ve“ Sept­em­ber 2010. Strictly con­fi­dential,“ sem PriceWater­Hou­seCoo­pers gerði um Kaupþing banka.

Einnig er lög­reglumaður­inn ákærður fyr­ir brot í op­in­beru starfi fyr­ir að hafa ekki gætt lög­mætra aðferða við meðferð máls eða úr­lausn þegar hann var í upp­lýs­inga­sam­bandi við brota­mann­inn án vit­und­ar yf­ir­manna sinna.

Þá er lög­reglumaður­inn ákærður fyr­ir að hafa um 1-2 mánaða skeið gerst sek­ur um „stór­fellda og ít­rekaða van­rækslu og hirðuleysi í starfi sínu“ með því að hafa geymt am­feta­mín og stera í skrif­borðsskúffu á vinnustað sín­um en ekki gengið frá efn­un­um í sam­ræmi við regl­ur. Að lok­um er hann einnig ákærður fyr­ir „stór­fellda og ít­rekaða van­rækslu og hirðuleysi í starfi sínu“ með því að hafa varðveitt tvær loftskamm­byss­ur í skrif­borðsskúff­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert