Telur Brúnegg hafa blekkt neytendur

Matvælastofnun.
Matvælastofnun. mbl.is/Sigurður Bogi

Um árabil hefur starfsfólk Matvælastofnunar talið að eggjaframleiðandinn Brúnegg hafi blekkt neytendur með sölu sinni á vistvænum eggjum.

Þetta kemur fram á Ruv.is.

Eggin eru merkt sem vistvæn landbúnaðarafurð og eru seld á tæplega 40% hærra verði en venjuleg búhænuegg, en nánar verður fjallað um málið í Kastljósi í kvöld.

Ljósmynd/Skjáskot af Brunegg.is

Matvælastofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við aðbúnað á eggjabúum Brúneggja og lagt dagsektir á fyrirtækið sem nema 2,6 milljónum króna.

Á vef Rúv kemur fram að fjölmargar athugasemdir hafi verið gerðar á eggjabúum Brúneggja frá árinu 2007 og eftir miklar þvingunaraðgerðir Matvælastofnunar fór fyrirtækið loksins að kröfum um dýravelferð.

Forsvarmaður Brúneggja þvertekur fyrir að neytendur hafi verið blekktir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert