Um árabil hefur starfsfólk Matvælastofnunar talið að eggjaframleiðandinn Brúnegg hafi blekkt neytendur með sölu sinni á vistvænum eggjum.
Þetta kemur fram á Ruv.is.
Eggin eru merkt sem vistvæn landbúnaðarafurð og eru seld á tæplega 40% hærra verði en venjuleg búhænuegg, en nánar verður fjallað um málið í Kastljósi í kvöld.
Matvælastofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við aðbúnað á eggjabúum Brúneggja og lagt dagsektir á fyrirtækið sem nema 2,6 milljónum króna.
Á vef Rúv kemur fram að fjölmargar athugasemdir hafi verið gerðar á eggjabúum Brúneggja frá árinu 2007 og eftir miklar þvingunaraðgerðir Matvælastofnunar fór fyrirtækið loksins að kröfum um dýravelferð.
Forsvarmaður Brúneggja þvertekur fyrir að neytendur hafi verið blekktir.