Áforma vatnsverksmiðju

Frá Borgarfirði eystra.
Frá Borgarfirði eystra. mbl.is/Golli

Fyrirhugað er að byggja vatnsátöppunarverksmiðju í Borgarfirði eystra. Stofnað hefur verið fyrirtækið Vatnworks Iceland ehf. um verkefnið.

Unnið hefur verið að verkefninu síðastliðna 18 mánuði og eru menn bjartsýnir á að það gangi upp, segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, verkefnisstjóri og eigandi fyrirtækisins, ásamt athafnamanninum Pawan Mulkikar frá Indlandi.

Pawan kom á Borgarfjörð fyrir þremur árum sem ferðamaður í 5 daga gönguferð og hreifst af náttúrunni og samfélaginu. Síðan hefur hann í samvinnu við heimamenn unnið að framþróun verkefnisins og komið reglulega til Íslands. Ef áætlanir ganga eftir gætu í upphafi orðið til 6-10 heilsársstörf í litlu samfélagi sem Borgarfjarðarhreppur er, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka