Atkvæðagreiðsla fyrir 12. desember

Inga Rún Ólafsdóttir og Ólafur Loftsson handsala kjaraamninginn.
Inga Rún Ólafsdóttir og Ólafur Loftsson handsala kjaraamninginn. mbl.is/Stella Andrea

,,Þetta hefur verið löng og ströng samningalota og nú er niðurstaðan komin. Við vonum að sátt náist við kennarastéttina með þessum samningi,” segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.  

Spurð hvort báðir samningsaðilar hafi þurft að gefa mikið eftir, segir Inga Rún að þessi lota hafi reynt mikið á báða aðila en hún sé bjartsýn á að þetta gangi í þetta skipti.

Kjarasamningurinn fer í kynningu til félagsmanna og sveitarstjórnamanna sem greiða atkvæði um samninginn. Niðurstaða úr þeirri atkvæðagreiðslu ætti að liggja fyrir í dagslok 12. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert