Formenn ræddu saman vegna Brúneggs

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna.
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Golli

Formaður Neyt­enda­sam­tak­anna átti í dag fund með for­manni Bænda­sam­tak­anna þar sem meðal ann­ars var rætt um þær upp­lýs­ing­ar um meðferð dýra og blekk­ing­ar til neyt­enda sem upp­lýst var um í Kast­ljósi Rúv í gær­kvöldi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Neyt­enda­sam­tök­un­um.

Frétt mbl.is: Vist­væn fram­leiðsla þýðir ekki neitt

Þar kem­ur fram að bæði sam­tök­in séu á einu máli um að það sé með öllu óviðun­andi að ekki sé gætt að góðum og heil­næm­um aðbúnaði dýra við mat­væla­fram­leiðslu.

Kastljós fjallaði um Brúnegg í þætti sínum í gærkvöldi.
Kast­ljós fjallaði um Brúnegg í þætti sín­um í gær­kvöldi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Einnig eru báðir aðilar sam­mála um að óá­sætt­an­legt sé að merk­ing­ar umbúða séu notaðar til að blekkja neyt­end­ur.

Neyt­enda­sam­tök­in skora á ís­lensk stjórn­völd að heim­ila nú þegar toll­frjáls­an inn­flutn­ing á líf­rænt vottuðum mat­væl­um í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn og í þágu ís­lenskra neyt­enda.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Sindri Sig­ur­geirs­son, formaður Bænda­sam­tak­anna. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Til­kynn­ing­in í heild sinni:

Neyt­enda­sam­tök­in og Bænda­sam­tök­in eru á einu máli um að það er með öllu óviðun­andi að ekki sé gætt að góðum og heil­næm­um aðbúnaði dýra við mat­væla­fram­leiðslu. Þá eru aðilar sam­mála um að óá­sætt­an­legt sé að merk­ing­ar umbúða séu notaðar til að blekkja neyt­end­ur. Neyt­end­ur verða að geta treyst því að á umbúðamerk­ing­um séu áreiðan­leg­ar upp­lýs­ing­ar um inni­hald og upp­runa mat­vöru.

Formaður Neyt­enda­sam­tak­anna hef­ur óskað eft­ir fundi með for­stjóra Mat­væla­stofn­un­ar vegna þessa máls til að ræða m.a. viðbrögð til að tryggja að upp­lýs­ing­um um vill­andi merk­ing­ar á mat­væl­um sé ekki haldið frá neyt­end­um, jafn­vel árum sam­an.

Stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna tel­ur notk­un merk­inga um vist­væna fram­leiðslu á mat­væl­um jafn­gilda blekk­ing­um til neyt­enda þar sem eng­in viður­kennd vott­un eða eft­ir­lits­ferli er fyr­ir hendi um slíka fram­leiðslu. Sam­kvæmt lög­um og regl­um get­ur land­búnaður ekki tal­ist vist­vænn held­ur ein­ung­is hefðbund­inn eða líf­rænn. Um líf­ræn­an land­búnað gilda viður­kennd­ir alþjóðleg­ir staðlar og vott­un­ar­kerfi, en ekk­ert slíkt er fyr­ir hendi um vist­væn­an land­búnað. Því telja Neyt­enda­sam­tök­in að þegar í stað eigi að banna fram­leiðend­um að merkja vör­ur sín­ar sem vist­væna fram­leiðslu.

Stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna lýs­ir þeirri von sinni að ástand í eggja­f­ram­leiðslu á Íslandi end­ur­spegl­ist ekki í þeirri um­fjöll­un sem var í Kast­ljósi í gær. Neyt­end­ur eiga hins veg­ar erfitt með að treysta eft­ir­liti og stjórn­völd­um sem leyfa slíka blekk­ingu gagn­vart neyt­end­um um ára­bil. Það er krafa sam­tak­anna að niður­stöður úr skoðun­ar­heim­sókn­um í mat­væla­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki verði op­in­ber gögn öll­um aðgengi­leg. Öflug­asta eft­ir­lit og aðhaldið felst í því að neyt­end­ur hafi greiðan aðgang að upp­lýs­ing­um og geti tekið upp­lýst­ar ákv­arðanir um kaup á vöru og þjón­ustu.

Neyt­enda­sam­tök­in lýsa sig reiðubú­in til að koma að borðinu við að byggja upp traust á skil­virku eft­ir­liti með ís­lensk­um mat­væla­fram­leiðend­um. Mik­il­vægt er að hags­mun­ir og sjón­ar­mið neyt­enda liggi til grund­vall­ar við slíkt eft­ir­lit.

Neyt­enda­sam­tök­in skora á ís­lensk stjórn­völd að heim­ila nú þegar toll­frjáls­an inn­flutn­ing á líf­rænt vottuðum mat­væl­um í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn og í þágu ís­lenskra neyt­enda. Við líf­ræna vott­un mat­væla eru gerðar rík­ar kröf­ur um inni­halds- og upp­runa­lýs­ingu mat­væla og því væri toll­frjáls inn­flutn­ing­ur sterk­ur hvati til að styðja við greinagóðar inni­halds- og upp­runa­merk­ing­ar á ís­lensk­um mat­væl­um, sem fram­leidd eru fyr­ir neyt­enda­markað.

Mik­il­vægt er að grípa taf­ar­laust til mark­vissra aðgerða til að tryggja hag og rétt­indi ís­lenskra neyt­enda á mat­væla­markaði. Í því sam­bandi er mik­il­vægt að tryggja þátt­töku neyt­enda og efla þátt eft­ir­lits­stofn­ana og rík­is­valds­ins með hags­muni neyt­enda í huga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert