Undirritaður eftir mikla samningalotu

Ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, á miðri mynd.
Ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, á miðri mynd. mbl.is/Stella Andrea

„Samningurinn var undirritaður eftir mikla samningalotu en vinnunni síðustu daga hefur miðað vel,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Hún vill ekki gefa neitt upp um innihald kjarasamningsins við kennara og segir það vera hlutverk forystu samninganefndanna.

Frétt mbl.is: Kennarar semja

Félag grunnskólakennara hyggst kynna samninginn fyrst fyrir félagsmönnum sínum.

Bryndís er nýtekin við starfi ríkissáttasemjara. Bakaðar voru vöfflur þegar samningar við kennara náðust eins og venja hefur verið í Karphúsinu undanfarið. Hún segir að það hafi komið til tals að breyta út af þeirri venju að baka vöfflur og bjóða upp á eitthvað hollara, en af því hafi ekki enn orðið. Hins vegar bendir hún á að það sé gott að halda í þessa hefð sérstaklega þegar samninganefndirnar taka sig til og baka sjálfar og sú iðja sé mjög „afslappandi“.

Bryndís segir alltaf ánægjulegt þegar árangur næst af mikill vinnu.   

Í næstu viku verður haldinn fundur hjá ríkissáttasemjara með Félagi tónlistarkennara og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samningar tónlistarkennara hafa verið lausir í rúmt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert