Grýttu eggjum í rangt fyrirtæki

Fólk hefur ruglað MAST og Matís saman í tengslum við …
Fólk hefur ruglað MAST og Matís saman í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um Brúnegg. mbl.is/Eggert

Eitt­hvað hef­ur verið um að fólk hafi rugl­ast á Matís og MAST (Mat­væla­stofn­un) eft­ir um­fjöll­un Kast­ljóss á mánu­dags­kvöld um aðbúnað hænsna hjá Brúneggj­um.

Brún­um eggj­um hafði verið kastað í starfs­stöðvar Matís en starfs­menn tóku eft­ir því þegar þeir komu til vinnu í morg­un. RÚV greindi frá mál­inu. Þar grein­ir upp­lýs­inga­full­trúi Matís frá því að sex eða sjö egg hafi verið brot­in við aðal­inn­gang fyr­ir­tæk­is­ins í morg­un.

MAST (Mat­væla­stofn­un) hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að hafa ekki gripið í taum­ana og látið neyt­end­ur vita eða lokað fyr­ir starf­semi Brúneggja. Matís ít­rekaði gamla frétt á Face­book í gær­morg­un þar sem fólk er hvatt til að rugla ekki Matís og MAST sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert