Hætt við fyrirhugaða útgöngu kennara

Kennarar ætluðu að ganga út 12.30 í dag ef ekki …
Kennarar ætluðu að ganga út 12.30 í dag ef ekki væri búið að semja í kjaradeilu þeirra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert virðist verða af fyrirhugaðri útgöngu grunnskólakennara úr skólum klukkan 12.30 í dag eftir að samkomulag náðist í kjaradeilu grunnskólakennara í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum mbl.is þá hafa skólastjórar verið að senda pósta á foreldra í dag og tilkynna að skólahald skerðist ekki.

Ragn­ar Þór Pét­urs­son, trúnaðarmaður kenn­ara í Norðlinga­skóla, greindi frá því á sam­stöðufundi í Iðnó á mánudag að grunnskólakennarar hygðust ganga út í dag ef ekki yrði búið að semja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert