„Sorgartíðindi fyrir skólann“

Átta kennarar við Réttarholtsskóla hafa sagt upp.
Átta kennarar við Réttarholtsskóla hafa sagt upp. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta eru sorgartíðindi fyrir skólann,“ segir Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla. Átta kennarar við skólann sögðu upp störfum í dag, eða um 30% kennara sem þar starfa.

Jón Pétur telur að kennararnir hafi ekki verið nógu ánægðir með kjarasamninginn sem var undirritaður í gær og því hafi þeir ákveðið að leggja inn uppsagnarbréfið.

„Þetta fólk er mjög öflugt og á líklega auðvelt með að fá vinnu annars staðar. Það er gríðarlegur mannauður í þessu fólki.“

Að sögn Jóns Péturs var allt þetta fólk mjög ánægt í vinnu sinni og margt jákvætt hafi verið í gangi í skólanum. „En það eru þessi laun sem menn eru gjörsamlega búnir að fá nóg af. Samfélagið áttar sig ekki á því. Það er að tapa óhemju mannauði. Það er verið að taka áhættu með því að taka ekki risaskref og meta þessa stétt að verðleikum,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert