Vilja reglur sem takmarki fjölda gististaða

Stjórn Íbúa­sam­taka Miðborg­ar skor­ar á borg­ar­yf­ir­völd að setja nú þegar regl­ur sem tak­marka fjölda gisti­staða og gisti­heim­ila í hverf­inu.

Þetta kem­ur fram í álykt­un frá sam­tök­un­um.

Í grein­ar­gerð er bent á að á síðustu árum hef­ur út­leiga á íbúðum og her­bergj­um til ferðamanna í miðborg­inni auk­ist mikið. Lög­um um skamm­tíma­leigu, sem taka gildi um ára­mót, er ætlað að koma bönd­um á hinar svo­kölluðu „airbnb“-leigu­íbúðir (Flokk­ur I í lög­um um gist­ingu). „Full­víst er að í fram­hald­inu verður auk­inn þrýst­ing­ur á að fá heim­ild­ir til að reka gist­ingu í flokki II og flokki III,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Á málþing­inu Sam­býlið við ferðaþjón­ust­una sem Íbúa­sam­tök Miðborg­ar geng­ust fyr­ir ný­lega komu fram mikl­ar áhyggj­ur íbúa af því að stöðugt meira hús­næði í miðborg­inni er nýtt í ferðamannag­ist­ingu. „Þessi nýja ásókn í hús­næði hef­ur orðið til þess að fast­eigna- og leigu­verð hef­ur hækkað svo mikið að ungt fólk hef­ur ekki leng­ur efni á að búa í miðborg­inni og af­leiðing þess er að börn­um fækk­ar í eina grunn­skóla hverf­is­ins og deild­um er lokað í leik­skól­um. Þrátt fyr­ir upp­bygg­ingu nýs íbúðahús­næðis í miðborg­inni hef­ur íbúa­tala miðborg­ar­inn­ar ekki hækkað í sam­ræmi við það og ástandið í hús­næðismál­um mun óhjá­kvæmi­lega rýra gildi hverf­is­ins sem íbúa­hverf­is. Hætta er á því að sama þróun verði víða í aust­ur­hluta miðborg­ar­inn­ar og í Kvos­inni þar sem flest­ir íbú­ar eru flún­ir og það ástand er held­ur ekki þén­an­legt fyr­ir ferðaþjón­ust­una því lík­legt má telja að ferðamenn hafi lít­inn áhuga á að búa í slíku hverfi,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Stjórn íbúa­sam­tak­anna seg­ir að veru­leg hætta sé á því að sam­fé­lags­leg­um hags­mun­um og hags­mun­um ferðaþjón­ust­unn­ar til lengri tíma sé fórnað ef eng­in bönd verða sett á nú­ver­andi þróun. „Við þessu verður að bregðast strax! Íbúa­sam­tök Miðborg­ar skora því á borg­ar­yf­ir­völd að setja nú þegar regl­ur um fjölda íbúða og her­bergja í skamm­tíma­út­leigu. Okk­ar hug­mynd er að miða við að há­markið verði 15% íbúðar­húnæðis því ef fram held­ur sem horf­ir er hætta á að fjöl­skyldu­gerðin for­eldr­ar með börn á leik- og grunn­skóla­aldri verði nán­ast í út­rým­ing­ar­hættu í miðborg­inni og aðrir sem hér búa eins kon­ar sýnisein­tök um íbúa,“ seg­ir í grein­ar­gerð Íbúa­sam­taka Miðborg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert