Fengu ekki að upplýsa neytendur

Brúnegg.
Brúnegg. mbl.is/Hjörtur

Til­tekn­ir starfs­menn Mat­væla­stofn­un­ar vildu í lok árs 2015 upp­lýsa neyt­end­ur um ástandið vegna stöðu Brúneggja og um stöðvun dreif­ing­ar á eggj­um.

Meðal ann­ars skrifuðu dýra­lækn­ir ali­fugla­sjúk­dóma og upp­lýs­inga­full­trúi drög að frétt­um þess efn­is. Ákveðið var að birta þær ekki og lýstu fram­an­greind­ir starfs­menn óánægju sinni með þá ákvörðun.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un.

Hald­inn var sér­stak­ur fund­ur með öll­um þeim starfs­mönn­um sem komu að mál­inu þar sem hluti þeirra upp­lýsti um óánægju sína og þá skoðun að það væru mis­tök að upp­lýsa neyt­end­ur ekki um al­var­leg dýra­vel­ferðar­mál hjá Brúneggj­um.

„Í ljósi gagn­rýni síðustu daga á Mat­væla­stofn­un þess efn­is að neyt­end­ur hafi ekki verið upp­lýst­ir um aðbúnað fugla hjá Brúneggj­um vill stofn­un­in árétta að ábyrgð ákv­arðana sem tekn­ar voru við meðferð máls­ins lágu al­farið hjá yf­ir­stjórn stofn­un­ar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

„Niðurstaðan hjá stofn­un­inni var að fara í vörslu­svipt­ingu og aðrar aðgerðir án þess að senda út frétt um málið. Af þessu hef­ur stofn­un­in dregið lær­dóm og bætti upp­lýs­inga­gjöf snemma á ár­inu. Frek­ari skref til að auka upp­lýs­inga­gjöf til neyt­enda eru í far­vatn­inu.“

Vissu ekki af blekk­ing­um í ára­tug

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að þrátt fyr­ir að Mat­væla­stofn­un hafi ekki birt upp­lýs­ing­ar um aðgerðir sín­ar í lok árs 2015 sé ekki hægt að fall­ast á að Mat­væla­stofn­un hafi í ára­tug vitað af blekk­ing­um gagn­vart neyt­end­um vegna markaðssetn­ing­ar „vist­vænna“ eggja.

„Regl­ur um vist­væn­ar land­búnaðar­af­urðir voru ekki und­ir eft­ir­liti Mat­væla­stofn­un­ar, en voru engu að síður tekn­ar til skoðunar af dýra­lækni ali­fugla­sjúk­dóma í lok árs 2013. Til­efnið var að viðkom­andi furðaði sig á þess­ari markaðssetn­ingu miðað við þau frá­vik sem Mat­væla­stofn­un skráði í sínu eft­ir­liti. Í ljós kom að starf­sem­in upp­fyllti ekki  kröf­ur um vist­væna vott­un. Í sam­ráði við héraðsdýra­lækni var þá sent er­indi til þeirra sem voru ábyrg­ir fyr­ir eft­ir­liti með þess­ari lög­gjöf og óskað eft­ir viðbrögðum til að fyr­ir­byggja að neyt­end­ur væru blekkt­ir. Þetta var því tveim­ur árum áður en Mat­væla­stofn­un til­kynnti um stöðvun starf­semi og vörslu­svipt­ingu hjá Brúneggj­um í nóv­em­ber 2015.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert