Fleiri handtökur í sparisjóðsmáli á Siglufirði

Málið kom upp í fyrra þegar fyrrverandi starfsmaður sjóðsins og …
Málið kom upp í fyrra þegar fyrrverandi starfsmaður sjóðsins og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Siglufirði var handtekinn. Handtökurnar í dag tengjast því máli.

Í morgun voru tveir einstaklingar handteknir og fimm húsleitir framkvæmdar á Siglufirði vegna rannsóknar embættis héraðssaksóknara á efnahagsbrotum í tengslum við Sparisjóð Siglufjarðar. Handtökurnar tengjast fyrra máli sjóðsins þar sem fyrrverandi bæjarfulltrúi var handtekinn vegna gruns um að hafa dregið sér um 100 milljónir.

Ólafur Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við mbl.is að embættið hafi staðið í aðgerðum í morgun. Sjö embættismenn hafi farið norður og skýrslutökur farið fram yfir hinum handteknu.

Í september í fyrra voru tveir handteknir vegna málsins og fram hefur komið að farið sé fram á 107 milljóna greiðslu frá bæjarfulltrúanum og starfsmanninum fyrrverandi. Hætti hann hjá bankanum í júní 2015 og vöknuðu grunsemdir um meint misferli upp í kjölfarið. Var hann kærður til héraðssaksóknara sem tók málið til rannsóknar.

Málið var á lokastigum þegar nýjar grunsemdir um efnahagsbrot fleiri einstaklinga innan sjóðsins vöknuðu. Leiddu þær til þess að einstaklingarnir tveir voru handteknir í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert