Vongóður um fund með eftirlitinu

Frá brunanum í Klettagörðum í vikunni.
Frá brunanum í Klettagörðum í vikunni. mbl.is/Ófeigur

Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir fyrirtækið hafa verið yfir leyfilegum mörkum í tveimur efnaflokkum, en býst fastlega við því að búið verði að leysa úr því strax í dag.

Slökkviliðið og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðuðu aðstæður hjá fyrirtækinu á miðvikudag, í kjölfar þess að eldur kom þar upp á þriðjudagskvöld.

Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu í gær að Hringrás væri að brjóta reglur með því að hafa meira af brotajárni og öðrum efnum á vinnusvæði sínu en heimilt er. Var fyrirtækinu því bannað að taka á móti efni á svæði sitt að svo stöddu.

Frétt mbl.is: Starfsemi Hringrásar stöðvuð

„Um tímabundið ástand var að ræða sem helgast annars vegar af því að töf varð á útskipun efna í öðru tilvikinu og hins vegar uppfærslu á svokölluðum dekkjatætara,“ segir Kristján.

„Eins og þú veist er dekkjatímabil núna og til að auka afköstin var dekkjatætarinn uppfærður. Í stað þess að við bíðum eftir honum bíður hann eftir okkur í dag og það á því ekki að þurfa að safnast mikið upp.“

Spurður um starfsstöð fyrirtækisins í Klettagörðum og framtíð hennar þar segir Kristján fyrirtækið vera opið fyrir hentugra húsnæði til framtíðar. Eins segir hann uppsetningu hitamyndavéla vera í vinnslu.

„Núna er unnið að því að geta aftur tekið á móti efni en ég er vongóður um að fá fund með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og að öll leyfi verði uppfyllt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert