Einmuna veðurblíða í desemberbyrjun á Ströndum

Auð jörð blasir við íbúum Strandahrepps í byrjun desembermánaðar þetta …
Auð jörð blasir við íbúum Strandahrepps í byrjun desembermánaðar þetta árið og ekki fór mikið fyrir snjónum heldur í nóvember. mbl.is/Jón G. Guðjónsson

Íbúar á Ströndum líkt og víða annars staðar á landinu furða sig á hlýindunum nú í desember. Á Ströndum hefur varla sést hvít jörð það sem af er jólamánuðinum. Aðeins fyrsta dag mánaðar var snjómugga sjáanleg, en síðan tók við slydda með austlægri vindátt með hita frá 0 stigum. Strax á öðrum morgni mánaðar var hitinn kominn upp í 7 stig, með suðlægum vindáttum á Ströndum með hita allt upp í 10 stig.

Öðruvísi var um að litast á sama tíma í fyrra. Þann 1. desember það árið mældist snjódýpt á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 24 cm með sköflum. Mesta snjódýpt mánaðarins mældist síðan daginn eftir, þegar hún var 35 cm með djúpum sköflum. Þetta var eftir mikið austan áhlaup með mikilli snjókomu og miklum skafrenningi.

Eftir þetta fór að draga smám saman úr veðri og skafrenningi. Það var þó ekki fyrr en tíunda þess mánaðar að snjódýpt komst niður fyrir 20 cm og var talsverður snjór út mánuðinn.

Það sem af er desember þetta árið er jörð hins vegar auð og lítils háttar snjór og smávægilegir flekkir í fjöllum. Þá var jörð aðeins alhvít í 3 daga í nóvember.

Aðeins einn galli er á þessari gjöf Njarðar ef svo má segja, að meira dimmviðri er þegar jörð er svona auð.

30. nóvember í fyrra var hvítt um að litast á …
30. nóvember í fyrra var hvítt um að litast á Ströndum og daginn eftir mældist snjódýpt 24 cm. mbl.is/Jón G. Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert