Hafa gert einhverjar úrbætur

Eldur kviknaði í svæði Hringrásar fyrir viku.
Eldur kviknaði í svæði Hringrásar fyrir viku. mbl.is/Ofeigur Lydsson

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru í eftirlitsferð á svæði Hringrásar í dag en sem kunnugt er kviknaði í á svæði fyrirtækisins á mánudaginn í síðustu viku.

Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð hvað varðar að taka á móti efni morguninn eftir brunann en fara á gaumgæfilega yfir starfsemina. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, staðfesti í samtali við mbl.is að búið væri að gera einhverjar úrbætur á svæðinu:

„Þeir eru búnir að laga eitthvað að hluta, ekki allt. Við förum aftur þangað á morgun,“ sagði Árný.

Hún sagði það ekki til umræðu eins og staðan sé núna að til greina komi að taka starfsleyfið af Hringrás. „Það er ekki verið að íhuga það á þessu stigi. Þeir eru í úrbótum og við þurfum að skoða þetta aðeins betur til að fara endanlega yfir málin. Þeir eru búnir að uppfylla ákveðin atriði en þeir hafa frest vegna sumra mála,“ sagði Árný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka